top of page

Vinsælasta leikfangið hjá krökkum fædd  2006-2011er talva. Við fengum þær niðurstöður eftir að spyrja 30 krakka. Tæknin í dag er farin að taka yfir leikföngin. Samt sem áður sögðust 22 krakkar frekar vilja dótið sitt heldur en tölvuna. Spjaldtalvan var oftar nefnd en talva, sem sýnir bara hversu vinsæl hún er í dag. Það kom okkur ekkert á óvart að tæknin væri vinsælust en það sem kom okkur mikið á óvart var það að púsl var næst vinsælast. 20 af 30 krökkum sögðust leika sér með púsl.

5-9
10-19

Vinsælasta dótið hjá krökkum fædd 1997-2007 var talva. Við fengum þær niðurstöður með því að spyrja 30 krakka. 28 krakkar sögðust hafa leikið sér með tölvu og þá var playstation talvan oftast nefnd. Það kom okkur ekki mikið á óvart hvað tæknin var vinsæl, en einn helsti munurinn á milli þessa hóps og 5-9 ára var að dúkkur og dýr voru vinsælli. Þessar niðurstöður sýndu okkur líka að krakkarnir fædd 1997-2007 léku sér meira með dót og voru meira inni en krakkar nú til dags. Það kom okkur á óvart hvað fáir krakkar léku sér með Pony hesta.

Vinsælasta dótið hjá fólki fætt 1987-1996 var talva, bílar, dúkkur og ofurhetju kallar sem voru jöfn með 9 af 10. Þær niðurstöður með því að spyrja 10 manneskjur að því hvað þær léku sér með. Það sem kom okkur mest á óvart var að bara einn lék sér með Pony. Það komur okkur aftur á móti ekkert á óvart hvað tæknin var vinsæl. Þessar niðurstöður sýndu fram á það að jafnvel þó svo að talvan hafi verið vinsæl, þá léku 20-29 sér með meira dót en yngri flokkarnir. Það kom okkur mjög á óvart hve mikið krakkarnir voru inni en 70% sagðist hafa leikið sér meira inni en úti.

20-29
30-39

Vinsælasta dótið hjá fólki fætt 1977-1986 var Playmobil, púsl, talva, dúkkur og ofurhetju kallar. Við fengum þær niðurstöður með því að spyrja 10 manneskjur um það hvað þær léku sér með. Það sem kom okkur mest á óvart var það hvað fáir léku sér með dýr, þar sem að við álitum að það yrði eitt af vinsælli dótunum í eldri flokkunum. Það kom okkur samt töluvert á óvart hversu fáir léku sér með Lego en aðeins helmingurinn lék sér með Lego. Það sem kom okkur aftur á móti ekkert á óvart var það hversu vinsæalr dúkkurnar og ofurhetjukallarnir voru. Það kom okkur einnig á óvart að 50% þeirra sem við spurðum léku sér meira inni en úti. 20% sagðist hafa leikið sér jafnt úti og inni.

40-50

Vinsælasta dótið hjá fólki fætt 1966-1976 var púsl og sögðust 9 af 10 hafa leikið sér með það. Það sem kom okkur minnst á óvart var það hversu fáir léku sér með tölvu, en aðeins 3 af 10 léku sér með tölvu. Það kom okkur ekki á óvart að 7 af 10 léku sér með dýr. Það kom okkur heldur ekki á óvart að 70% sagðist hafa leikið sér meira úti heldur en inni. Það var mjög lítið sem kom okkur á óvart með þennan hóp. Það kom okkur samt sem áður pínu á óvart að Playmobil hafi ekki verið vinsælara.

bottom of page