top of page
1. Hvað heitirðu?
~Bryndís Guðjónsdóttir.
2. Hvað ertu gömul?
~56 ára
3. Hvar vinnurðu?
~Kirkjugerði
4. Hvað hefurðu unnið þar lengi?
~26 ár
5. Hvað hefur breyst á leikskólanum síðan þú byrjaðir?
~Heilmikið alveg heilmikið, það er bara öll starfsemi í já... það er bara allt starf í leikskólanum sem hefur þróast útí það að vera bara frjáls leikur upp í það að vera markviss kennsla, málörvun, tjáning, leikur. Miklu markvissara og meiri rammi utan um starfið, heldur en var.
6. Hefur hegðun barna breyst mikið og ef hvers vegna?
~Já, hún hefur það. Við sjáum mun á hverju ári, hvað börn eru að verða ákveðnari og jafnvel frekari, það er mikill munur. Þau eru þau þau hérna... Fyrir nokkrum árum þá var svona eitt og eitt barn sem við þurftum að hafa einhverjar áhyggjur af, nú eru það orðin nokkur börn á hverri deild á hverju ári.
7. Eru börn að verða dónalegri og afhverju?
~Já, bæði soldið hortug og eins og ég segi frekari og ákafari. Það þarf að hafa soldið meira fyrir þeim alveg niður í 2 ára aldur. Það er bæði tölvunotkun, ekki kannski hjá okkur á yngstu þar er það kannski meira tímaleysi foreldra með börnunum. Þau eru hérna kannski 8 tíma á dag á leikskólanum. Svo þegar þau koma heim þá þurfa kannski foreldrarnir að fara út í búð, fara að gera eitthvað. Foreldrar hafa miklu minni tíma með börnunum heldur en þau höfðu.
8. Þekkirðu eitthvað leikfang sem hefur staðist tímanns tönn?
~Jaa ef það er eithvað þá er það bara boltinn. Boltinn, hann er ótrúlega seigur, alltaf hægt að grípa í hann.
9. Hversa mikla tækni notið þið á leikskólanum?
~Við erum með tölvur. Við notum mikið eða notum á eldri deildunum sérstaklega tölvur og það eru spjaldtölvur, og ekki mikið meira sem að börnin koma í. En við erum mikið tölvuvæddar og notum mikið tölvur í okkar vinnu til að skipuleggja starf og annað.
10. Hvernig öpp notið þið?
~ Það er aðallega það sem lýtur aaf lestri, stærðfræði og já og máltjáningu.
11. Langar þig að breyta einhverju við nútímann kannski fá
eitthvað úr fortíðinni aftur?
~ Ég veit það ekki, öll þróun er nefnilega bara mjög góð. En það er stundum bara soldið mikill hraði í nútíðinni sem að maður myndi vilja hægja á, að fara aðeins aftur út í svona meiri rólegheit.
12. Hvað var vinsælasta dótið þegar þú byrjaðir?
~Ég hugsa að það hafi verið, þá var ég á eldri deildum og þá var það klárlega Barbie.
13. Hvað er vinælasta dótið í dag hjá krökkum?
~Það er svona mikið um þroskaleikföng á yngri en dúkkukrókurinn er alltaf vinsælastur, að fá að klæða sig í kjóla og klæða sig í skó og leika sér með dúkkur.
14. Hvernig verður leikskólinn eftir 25 ár?
~Ég er pínulítið kvíðin fyrir því, af því að síma notkunin er að detta soldið inn á leiksólann og við höfum þurft að hafa pínu út á að starfsfólk sé ekki með símana á fullu. Ég hef sagt það í gríni að það sé að koma upp síma kynslóð barna, sem þekkir ekkert annað heldur en að hafa fólk með síma í höndunum og síminn kannski gæti orðið soldið vandamál með framtíðina.
15. Hvernig verða börnin hjá þér eftir 15 ár?
~Þau verða held ég bara allt í lagi ef að við höldum rétt á spöðunum, ef að við náum þeim eins og við reynum að gera á hverju áru. Ná þeim niður og virkja góðu hlutina í þeim og reyna að hefta ákefðina og frekjuna og allt það. Það sem börnum vantar klárlega meiri athygli, meiri tíma og ef að við getum gefið þeim það þá verður allt í lagi. Ef að þróunin verður tímaleysi foreldra, tímaleysi starfsmanna þá fer þetta niður á við. En við reynum alltaf að bregðast við öllum bara hvert ár er öðruvísi en árið þar á undan.
16. Langar þig bæta einhverju við
~Nei ég bara vona að fólk bara fari aðeins að hugsa svona meira með börn, að gefa þeim tíma og hafa góðar stundir bæði heima og að gefa þeim soldið gæðastundir í lífinu, það held ég að skipti þau öll ofboðslega miklu máli. Að þau fái athygli og tíma frá foreldrunum. Minni símanotkun? Já ég hef soldlar, ég hef séð bara breytingu á því hvað það varðar. Það er það held ég stóra vandamálið í dag.

bottom of page